Skólahreysti

Ritstjórn Fréttir

Hópur nemenda og starfsfólks fylgdi liði Grunnskólans í Borgarnesi sem tók þátt í Skólahreysti í TM höllinni í Garðabæ fyrir skömmu. Margir höfðu málað sig í tilefni dagsins og var græni liturinn allsráðandi. Fulltrúar okkar í keppninni voru þau Ásrún Adda Stefánsdóttir, Bergur Eiríksson, Haukur Jónasson, Hilmar Elís Hilmarsson, Þóra Kristín Stefánsdóttir og Þórunn Arna Arnarsdóttir. Keppendur voru skólanum okkar til mikils sóma þó ekki kæmust þeir áfram að þessu sinni. Þegar heim var komið var slegið upp pítsuveislu í Óðali fyrir keppnisliðið og fylgdarmenn þess.