Undankeppni í Skólahreysti 2021 lauk fyrir skömmu. Keppendur úr Borgarnesi voru þau Ísak Atli Árnason, Díana Björg Guðmundsdóttir, Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Reynir Jóngeirsson. Varamenn voru Dagbjört Rós Jónasdóttir og Helgi Samúelsson. Borgnesingar kepptu í riðli með Brekkubæjarskóla á Akranesi, grunnskólunum á Ísafirði og í Bolungarvík, Súðavíkurskóla, Grunnskóla Húnaþings vestra, Víkurskóla í Vík, Vatnsendaskóla og Vogaskóla. Að þessu sinni máttu aðeins 7 koma frá hverjum skóla; þ.e. keppendur og þjálfari. Engir utanaðkomandi áhorfendur voru viðstaddir en keppnirnar voru sendar út beint á RÚV. Allir stóðu keppendur sig með prýði en okkar fólk náði ekki áfram að þessu sinni. Úrslitakeppnin fer fram þann 29. maí. Að sögn þjálfara liðsins, Jóhannesar Magnússonar, munu Borgnesingar mæta galvaskir og reynslunni ríkari til keppni að ári.