Skólasafnið fær höfðinglega gjöf

Ritstjórn Fréttir

Skólasafnið fékk í morgun höfðinglega peningagjöf frá fyrrum nemendum skólans sem fæddir eru árið 1970. Fyrir hönd hópsins færðu þau Guðrún Helga Árnadóttir, María Guðmundsdóttir og Sigurður Halldórsson safninu 150 þúsund krónur. María hafði orð fyrir þeim og í máli hennar kom fram að í tilefni fimmtugsafmæla árgangsins hefðu skólasystkinin ákveðið að styrkja safnið í gamla skólanum sínum til bókakaupa. Heiður Hörn Hjartardóttir, sem einnig er í árgangnum, hannaði skemmtilega mynd sem fylgdi gjöfinni. Skólasafnið þakkar þann einstaka hlýhug og rausnarskap sem hópurinn sem útskrifaðist frá Grunnskólanum í Borgarnesi árið 1986 sýnir því.