Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur í Borgarneskirkju mánudaginn 22. ágúst. Nemendur í 1. – 4. bekk mæta kl. 10.00, 5. – 7. bekk kl. 10.40 og 8. – 10. bekk kl. 11.20. Að lokinni skólasetningu fara nemendur ásamt umsjónarkennurum í stofur sínar í skólanum og fá afhentar stundaskrár og fleira.