Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur í Borgarneskirkju þriðjudaginn 22. ágúst. Nemendur á yngsta stigi mæta kl. 10.00, nemendur á miðstigi kl. 10.40 og nemendur unglingastigs kl. 11.20. Að lokinni skólasetningu fara nemendur í skólann ásamt umsjónarkennurum.
Skólabíll innanbæjar fer þrjár ferðir að skóla, kl. 9.45, 10.15 og 11.15 og eina ferð heim kl. 12:00 eða eftir setningu hjá unglingastigi. Skólabílar af Mýrum koma að skóla kl. 10.00 og fara heim 12.00 eða að lokinni setningu hjá unglingastigi.
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.