Skólaslit

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólanum í Borgarnesi verður slitið þriðjudaginn 8. júní.

Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar brautskráning nemenda 10. bekkjar.

Nemendur 1. – 9. bekkja mæta við skólann kl. 9.00 á þriðjudagsmorgun.

Dagskráin hefst á því að farið verður í skrúðgöngu niður í Skallagrímsgarð. Þar verður nemendum og starfsfólki skipt í hópa fyrir ratleik og á meðan á honum stendur verður öllum boðið upp á grillaða pylsu. Um klukkan 10:30 safnast hóparnir saman í Skallagrímsgarði og árgangar raða sér fyrir framan sviðið. Þar verður stutt dagskrá og að lokum afhending einkunna.

Skólabíll innanbæjar fer úr Sandvík kl. 8:40 og til baka frá íþróttahúsi um kl. 11.00. Eins verður skólaakstur úr dreifbýli í samræmi við tímasetningar.

Um er að ræða 2 klukkustunda útiveru og því er mikilvægt að koma klædd/ur eftir veðri. Veðurspá gerir ráð fyrir mildu veðri en það gæti rignt.

 

  1. bekkur

Brautskráning nemenda 10. bekkjar fer fram í sal skólans og hefst kl. 17.00. Þar mæta nemendur 10. bekkjar og aðstandendur þeirra auk starfsfólks skólans.