Skólaslit í Grunnskólanum í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar.

1. – 9. bekkur
Nemendur mæta við skólann kl. 9.00 föstudaginn 2. júní.
Nemendur 1. bekkjar verða í leikjum í Skallagrímsgarði. Þeir fá grillaða pylsu í garðinum. Foreldrar þeirra eru velkomnir að vera með.
2. – 9. bekkur fer í ratleik. Hann hefst við skólann þar sem skipt er í hópa. Á einni stöðinni í leiknum verður boðið upp á grillaða pylsu. Þegar allir hópar hafa lokið leiknum er safnast saman í íþróttahúsi þar sem lokaatriði ratleiksins fer fram, söngatriði verður flutt og einkunnir afhentar. Dagskráin í íþróttahúsi hefst um kl. 10.40 og ætti að vera lokið um kl. 11:40.
Skólabíll innanbæjar fer úr Sandvík kl. 8:45 og til baka um kl. 11.40 eða að lokinni dagskrá. Tímasetning skólaaksturs úr dreifbýli tekur mið af dagskránni.
Um er að ræða tæplega tveggja klukkustunda útiveru, þannig að mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri en samkvæmt veðurspá er fyrir föstudaginn má gera ráð fyrir rigningu.

10. bekkur.
Brautskráning nemenda fer fram í Hjálmakletti og hefst kl. 18.00. Þar mæta nemendur og aðstandendur þeirra auk starfsfólks skólans.