Skólaslit í Skallagrímsgarði

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólanum í Borgarnesi var slitið í Skallagrímsgarði þann 8. júní. Farið var í skrúðgöngu frá skóla niður í Skallagrímsgarð. Þar var skipað í lið sem tókust á í skemmtilegum ratleik. Að vanda var boðið upp á grillaðar pylsur og Svala. Skólahljómsveitin In between steig á stokk en hana skipa þeir Birgir Benediktsson Waage, Jóhannes Þór Hjörleifsson og Ólafur Guðmundsson. Nemendur tóku við vitnisburðarskírteinum frá umsjónarkennurum og loks sameinuðust allir í fjöldasöng.

Kristín aðstoðarskólastjóri hefur ratleikinn

Fjöldasöngur

Grillmeistarar

Skólahljómsveitin