Skólaslit í Skallagrímsgarði

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólanum í Borgarnesi var slitið þann 5. júní. 1. – 9. bekkir gengu fylktu liði frá skólanum niður í Skallagrímsgarð. Í garðinum og næsta nágrenni var farið í ýmsa leiki og boðið var upp á grillaðar pylsur og safa. Andrea Karitas Árnadóttir og Marija Kojic, sigurvegarar í söngvakeppni á miðstigi, fluttu lag og Júlía skólastjóri ávarpaði viðstadda. Loks fengu nemendur afhentan vitnisburð sinn og héldu glaðir út í sumarið.