Skólaslit og brautskráning nemenda

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 3. júní næstkomandi verður skólanum slitið og nemendur 10. bekkjar brautskráðir.  Nemendur  1.  – 9. bekkja mæta við skólann kl. 9.00 og ganga fylktu liði í Skallagrímsgarð. Þar verður nemendum skipt í hópa; farið verður  í leiki og boðið upp á grillaðar pylsur. Kl. 10.30 fara bekkirnir í raðir í garðinum; leikin verður tónlist og nýkjörin stjórn nemendafélagsins kynnt. Að lokinni ræðu skólastjóra verður samsöngur og loks einkunnaafhending. Skólabílar keyra nemendur heim að lokinni athöfn kl. 11:00.

Nemendur 10. bekkjar verða brautskráðir síðdegis. Athöfnin verður í Hjálmakletti og hefst kl. 16:00.