Skólaslit og brautskráning

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkjar og hins vegar 10. bekkjar.

Nemendur 1. – 9. bekkjar mæta við skólann kl. 9.00 miðvikudaginn 5. júní. Gengið verður í fylkingu niður á íþróttasvæði þar sem nemendur fara í leiki og þrautir. Á einni stöðinni í leiknum verður boðið verður upp á grillaða pylsu.

Að því loknu verður farið í Skallagrímsgarð og árgangar raða sér fyrir framan sviðið. Þar fer afhending einkunna fram. Erfitt er að gefa nákvæmlega upp tímasetningu en áætlað er að hún hefjist kl. kl. 11: 00.

Skólabíll innanbæjar fer úr Sandvík kl. 8:40 og til baka um kl. 11.30 eða eftir að dagskrá lýkur. Eins verður skólaakstur úr dreifbýli þannig að passi við tímasetningar.

Um er að ræða tveggja og hálfrar klukkustundar útiveru og mikilvægt er að koma klædd/ur eftir veðri.

Brautskráning nemenda í 10. bekk fer fram í Hjálmakletti og hefst kl. 17.00. Þar mæta nemendur og aðstandendur þeirra auk starfsfólks skólans.