Skólaslit og ný stjórn nemendafélags

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólanum í Borgarnesi var slitið í dag. Að venju var fyrst farið í ýmsa útileiki og allir fengu grillaðar pylsur og Svala. Þá var safnast saman fyrir framan sviðið í Skallagrímsgarði og bekkirnir stilltu sér upp hver í sínu lagi. Elín Ásta Sigurðardóttir, nemandi í 9. bekk, söng einsöng. Kristín María Valgarðsdóttir, deildarstjóri, greindi frá úrslitum í kjöri nýrrar stjórnar nemendafélagsins. Ásdís Lind Vigfúsdóttir verður formaður nemendafélagsins skólaárið 2022 – 2023, Eyjólfur Ágúst Hjörleifsson varaformaður, Marta Lukka Magnúsdóttir gjaldkeri, Sigurgeir Erik Þorvaldsson ritari og þær Rikka Emilía Einarsdóttir og  Elín Rós Stefánsdóttir verða meðstjórnendur. Tæknistjórar næsta skólaár verða Auðunn Atli Scott og Kristján Páll Rósinkrans Hjaltason.

Þá ávarpaði Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri nemendur og umsjónarkennarar afhentu nemendum vitnisburðarspjöld sín. Nemendur létu ekki á sig fá þó það rigndi og kvöddu skólann sinn og starfsfólk með gleði í hug og hjarta.

 

Lagt af stað frá skólanum

Allir fengu pylsu og Svala.

Elín Ásta Sigurðardóttir söng fyrir gesti í Skallagrímsgarði

Nýkjörin stjórn nemendafélagsins; Ásdís, Marta Lukka, Eyjólfur Ágúst, Sigurgeir Erik, Rikka Emilía og Elín Ósk