Skólaslit

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit fyrir nemendur 1. – 9. bekkjar fóru að vanda fram utan dyra í sólskini. Skrúðganga var frá skólanum niður á íþróttasvæðið þar sem nemendur fóru í leiki og spreyttu sig á margvíslegum þrautum. Boðið var upp á grillaðar pylsur og Svala í Skallagrímsgarði sem nú skartar sínu fegursta. Hver bekkur myndaði síðan röð fyrir framan sviðið í garðinum, Júlía skólastjóri hélt stutta ræðu og umsjónarkennarar afhentu nemendum vitnisburðarblöð sín. Signý María Völundardóttir, nemandi í 9. bekk, söng einsöng og einnig var almennur söngur.

Það er ánægjulegt að kveðja skólann um sinn og halda út í sumarið með svo skemmtilegum hætti.

Gefið á garðann í Skalló
Hver bekkur myndar eina röð