Skólastarf brotið upp á degi gegn einelti

Ritstjórn Fréttir

8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum. Hann hefur verið haldinn árlega frá árinu 2011. Í tilefni dagsins var skólastarf brotið upp í dag og vinabekkir unnu saman í morgunsárið. Í litlum hópum var rætt um grunnþarfirnar fimm; að tilheyra, áhrif, frelsi, gleði og öryggi og rætt um merkingu hugtaka sem tengjast þeim. Nemendur völdu síðan tvö til fjögur hugtök; skilgreindu þau sem jákvæð eða neikvæð og gerðu grein fyrir þýðingu þeirra í lífi okkar.