Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudag. Starfsfólk grunnskólans hefur í dag unnið að því að skipuleggja skólastarfið næstu daga. Skólahald verður með eins eðlilegum hætti og frekast er unnt og vonandi verður ekki mikið um smit og sóttkví hjá nemendum og starfsfólki. Þar sem einungis 50 nemendur mega vera saman í rými þarf að skipta stigunum í smærri hópa í matsalnum. Þetta þýðir að matartíminn tekur lengri tíma en ella en ávextir verða alltaf í boði ef hungrið sverfur að áður en hópar komast í matsalinn.
Ekki verður hægt að bjóða upp á morgunmat sem stendur en við látum vita um leið og boðið verður upp á hann að nýju. Í skólabílnum (innanbæjar) mega vera 50 nemendur saman og því er mikilvægt að þeir nemendur sem eru á miðstigi taki seinni bílinn.