Skólastarf næstu daga

Ritstjórn Fréttir

Í dag stendur yfir skipulagning á skólastarfinu á meðan á samkomubanni stendur. Við höfum ákveðnar leiðbeiningar sem okkur ber að fara eftir. Þessar leiðbeiningar snúa aðallega að hópastærð og þrifum. Hópar mega ekki telja fleiri en 20 börn og skal forðast eins og unnt er að  hóparnir blandist á skólatíma.
Í Grunnskólanum í Borgarnesi verður árgögnum skipt í upp fyrst um sinn. Árgangar skiptast í A og B hópa og mæta annan hvern dag í skólann.  1. -3. bekkir verða þó alla daga í skólanum en nemendur verða ekki fleiri en 20 í hóp.
Íþróttir, sund og list- og verkgreinar falla niður í þeirri mynd sem hefur verið. Viðkomandi kennarar munu þó koma inn í hópana og kenna þeim á sínu rými eða úti eftir atvikum. Skólasafn verður einungis opið kennurum.
Umsjónarkennarar 4.-10. bekkjar munu senda nánari skýringar til forráðamanna í dag. Hópar A verða í skólanum þriðjudag og fimmtudag í þessari viku og hópar B miðvikudag og föstudag. Kennarar verða í góðu sambandi við forráðamenn varðandi fjar- og heimakennslu.

Þurfi barn, af einhverjum ástæðum, að vera heima á meðan þetta ástand varir er mjög mikilvægt að umsjónarkennarar fái upplýsingar um slíkt sem fyrst.

Skólaakstur innanbæjar er í skoðun en ljóst er að ekki mega fleiri en 20 börn vera saman í bíl. Upplýsingar um skólakstur verða gefnar út um leið og þær liggja fyrir.

Meðan samkomubannið varir fellur morgunmatur niður en hins vegar fá nemendur ávexti í stofur sínar. Það er því mikilvægt að nemendur borði morgunmat heima áður en haldið er í skólann á morgnana.