Skóli fellur niður mánudaginn 16. nóvember

Ritstjórn Fréttir

Undanfarnar vikur hefur fyrirtækið Veitur unnið að lagfæringum á lagnakerfi í Borgarnesi með tilheyrandi röskun fyrir íbúa og fyrirtæki. Skólinn hefur fengið tilkynningu frá Veitum um að lokað verði fyrir heita vatnið í skólanum mánudaginn 16. nóvember. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu þarf að loka skólanum þennan dag þar sem ekki verður unnt að viðhafa viðunandi sóttvarnir á meðan á framkvæmdum stendur. Þessi ákvörðun er tekin með öryggi barna og starfsmanna í huga og í samráði við viðbragðsteymi sveitarfélagsins og aðgerðastjórn Vesturlands.