Smiðjuhelgi

Ritstjórn Fréttir

Smiðjuhelgi Grunnskólans í Borgarnesi fór fram dagana 30.sept – 1.okt. Á Smiðjuhelgum er valgreinum í unglingadeild mætt með öðrum hætti en almennt tíðkast og hafa nemendur tækifæri á að hafa meira um valið að segja og koma með óskir um námskeið. Unnið er útfrá hugmyndum nemenda og nú í ár var boðið upp á sex námskeið sem nemendur höfðu val um.

Þetta árið voru allskonar skemmtilegar smiðjur í boði t.d matarsmiðja, íþróttasmiðja, glímusmiðja, leirsmiðja, myndlistarsmiðja og tölvu og tölvuviðgerðarsmiðja.

Flestir nemendur reyna að velja smiðju þar sem áhugamálin liggja en oft þarf líka prófa eitthvað nýtt og framandi sem reynist bara vera hin mesta skemmtun.