Snæbjörn tekur völdin í eldhúsinu

Ritstjórn Fréttir

Nú hefur nýtt eldhús skólans loks verið tekið í notkun og í dag reiddi Snæbjörn Óttarsson matreiðslumeistari fram fyrstu máltíðina sem þar er elduð. Mikil leynd hvíldi yfir rétti dagsins en fögnuðurinn leyndi sér ekki þegar hann reyndist vera pítsa og franskar. Snæbirni til aðstoðar við skólamáltíðirnar eru Inga Birna Tryggvadóttir og Silja Jónasdóttir. Matseðil mánaðarins má finna á heimasíðu skólans – undir Matur