Staða mötuneytismála

Ritstjórn Fréttir

Vegna aðstæðna verður ekki hægt að reka mötuneyti við grunnskólann á skólaárinu. Unnið er að því að leita annarra lausna og vonast er til að næringarmálin skýrist fyrir næstu mánaðamót. Þangað til þurfa nemendur að sjá um sitt nesti sjálfir. Nemendur á miðstigi mega fara heim í hádegishléi sem er 30 mínútur ef undirskrift foreldra liggur fyrir á þar til gerðu blaði sem hægt er að nálgast hjá ritara. Þeir nemendur eru þá á ábyrgð foreldra. Nemendur unglingadeildar mega fara af skólalóð í hádegishléi ef foreldrar vilja eða ákveða en þá þurfa þeir einnig að skila þar til gerðu eyðublaði. Ef þetta leyfi liggur ekki fyrir mega nemendur ekki yfirgefa skólalóð á skólatíma.