Stjórn Nemendafélags GB skólaárið 2018 – 2019

Ritstjórn Fréttir

Stjórn Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi skólaárið 2018 – 2019 hefur verið kjörin. Hana skipa þær Emma Sól Andersdóttir formaður, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir varaformaður, Þórunn Sara Arnarsdóttir gjaldkeri, Elín Björk Sigurþórsdóttir ritari og Edda María Jónsdóttir meðstjórnandi. Stjórnin velur sjoppustjóra og tæknistjóra að hausti.
Nemendaráð fundar að jafnaði einu sinni í viku með deildarstjóra unglingastigs og sér um að skipuleggja það starf sem fellur beint undir skólann. Starfstími Nemendaráðs er frá hausti fram að skólaslitum að vori.