Stjórn nemendafélagsins 2020 – 2021

Ritstjórn Fréttir

Stjórn nemendafélagsins fyrir skólaárið 2020 – 2021 hefur verið valin. Stjórnina skipa Elva Dögg Magnúsdóttir formaður, Valborg Elva Bragadóttir varaformaður, Edda María Jónsdóttir gjaldkeri og Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru Eyrún Freyja Andradóttir og Guðjón Andri Gunnarsson. Tæknistjórar eru Atli Freyr Ólafsson og Örn Einarsson.

Tilgangur nemendafélagsins er að efla félagslegan áhuga nemenda, stuðla að félagsstarfi í skólanum og standa vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans.