Miðvikudagurinn 20. desember er síðasti skóladagur fyrir jól. Nemendur mæta þá í skólann klukkan 9.00 og halda stofujól ásamt umsjónarkennara, bekkjarsystkinum og nánasta samstarfsfólki. Kl. 10.30 að loknum stofujólum hefst jólaskemmtun í íþróttahúsinu og þangað eru allir velkomnir. Þar verður margt til skemmtunar, m.a. verður fluttur helgileikur, sungið og dansað kringum jólatréð. Jólaskemmtuninni lýkur um kl. 11.45 og fara skólabílar frá íþróttahúsinu kl. 11.50 bæði í sveitirnar og um bæinn. Skólabíll að morgni innanbæjar verður í Sandvík um kl. 8.45 og fer hefðbundinn skólabílshring.
Að lokinni skemmtuninni snæðir starfsfólk saman hádegisverð áður en haldið er í jólafrí. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 3. janúar.