Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 7. bekkja í grunnskólum landsins hafa að vanda lagt sérstaka áherslu á vandaðan upplestur og framburð í vetur. Lokahátíð Stóru upplestrarhátíðarinnar á Vesturlandi verður haldin í sal Grunnskólans í Borgarnesi þann 21. mars næstkomandi. Þá munu ungmenni úr grunnskólum á Vesturlandi leiða saman hesta sína og keppa til úrslita. Fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi voru valdir fyrir skömmu en þeir eru að þessu sinni Þóra Kolbrún Ólafsdóttir, Rebekka Rán Bogadóttir og Elín Rós Stefánsdóttir. Varamaður er Halldór Bjarni Steinunnarson. Á myndinni sjást þau með viðurkenningarskjöl fyrir góðan árangur á upplestrarhátíð skólans.