Stóra upplestrarkeppnin – undankeppni

Ritstjórn Fréttir

Fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Borgarbyggð verða valdir fimmtudaginn 12. mars næstkomandi. Þá munu nemendur 7. bekkjar lesa upp fyrir foreldra og aðra gesti. Þriggja manna dómnefnd velur þrjá fulltrúa skólans, tvo aðalmenn og einn varamann, til að taka þátt í lokahátíðinni sem fram fer þann 26. mars á Varmalandi. Keppnin á fimmtudaginn fer fram í stofu 8. bekkjar.