Sungið af hjartans lyst

Ritstjórn Fréttir

Nemendur á yngsta stigi hafa frá upphafi skólaársins komið saman vikulega og sungið við undirleik tónlistarkennaranna Birnu Þorsteinsdóttur og Ólafs Flosasonar. Jólalögin hafa hljómað um skólann að undanförnu og á meðfylgjandi mynd má sjá 1. og 2. bekk í söngtíma hjá Birnu í dag. Þessi nýbreytni í skólastarfinu mælist vel fyrir meðal barnanna sem syngja af hjartans lyst og hafa lært ógrynni af lögum og textum.