Tæknitröll og Íseldafjöll

Ritstjórn Fréttir

Í gær fengum við spennandi heimsókn í skólann. Dr. Bryony Mathew sendiherra Breta á Íslandi kom í heimsókn ásamt fleira starfsfólki sendiráðsins. Þau gáfu skólanum bókina Tækinitröll og Íseldfjöll sem Dr. Bryony skrifaði. Í bókinni er rætt um áhugaverð og mikilvæg störf sem þegar eru til eða líklegt er að verði til í framtíðinni. Þar er einnig talað ólíka styrkleika fólks og hversu mikilvægt er að hver og einn nái að rækta eigin hæfileika og vinna að því að uppfylla drauma sína með því að sýna úthald og seiglu. Í heimsókninni hittu gestirnir 5. bekk og úr urðu afar skemmtilegar umræður um drauma krakkanna og áskoranir, styrkleika og möguleg framtíðarstörf