Þemadagar á unglingastigi

Ritstjórn Fréttir

Þemadagar standa nú yfir á unglingastigi. Viðfangsefnið að þessu sinni er stærðfræði og sköpun. Nemendur búa til öskju með loki, skreyta hana með að minnsta kosti þremur mismunandi flatarmyndum, finna flatarmál einnar myndarinnar, finna rúmmál öskjunnar og yfirborðsflatarmál. Loks á að lýsa öskjunni og sýna alla útreikninga og niðurstöður á skipulegan hátt í skýrslu. Nemendur eiga að nota viðeigandi stærðfræðihugtök í skýrslunni, vera skapandi og sýna frumleika. Á myndinni má sjá nokkrar af öskjunum sem nemendur bjuggu til og unnu með.