Þemadagur

Ritstjórn Fréttir

Þemadagur var á unglingastigi fyrir skömmu. Nemendur unnu þá í hópum þvert á bekkjardeildir. Viðfangsefni nemenda var saga daganna og var einkum fjallað um daga sem setja svip sinn á árstímann sem nú ríkir. Nemendur kynntu sér nöfn og sögu viðkomandi daga og settu niðurstöður sínar fram á veggspjöldum. Jafnframt nýttu þeir tæknina enn frekar og notuðu svokallaða QR kóða til að miðla hljóðupptökum og myndböndum sem þeir gerðu í tengslum við efnið. QR kóðar eru tækni þar sem gögn – í þessu tilfelli myndbönd og hljóðskrár – eru skráð. QR kóðar eru ferningslaga merki og sá sem hefur síma eða annað snjalltæki með viðeigandi appi getur umbreytt slíku tákni og kynnt sér upplýsingarnar sem þar liggja að baki.