Þorgrímur Þráinsson rithöfundur mun heimsækja skólann okkar miðvikudaginn 25. október og flytja tvo fyrirlestra. Vertu hetjan í þínu lífi – með því að hjálpa öðrum er yfirskrift fyrirlestrar fyrir miðstigið og hefst hann klukkan níu. Fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu verður síðan fluttur í 10. bekk og hefst kl. 10.20. Þorgrímur er ávallt aufúsugestur hér í skólanum, hann hefur margoft heimsótt skólann og rætt við nemendur, bæði um lífið og tilveruna sem og rithöfundarferilinn og knattspyrnuna.