Til forráðamanna barna fædd árið 2011, skr. eru í leikskóla og/eða með lögheimili í Borgarnesi.

Gestur Fréttir

Til forráðamanna barna sem fædd eru árið 2011, skráð eru í leikskóla og/eða með lögheimili í Borgarnesi.

Dagana 25.–27. apríl verður vorskóli fyrir börn fædd 2011 og eiga að hefja skólagöngu í haust. Til að kynna fyrirkomulag vorskólans er boðað til fundar mánudaginn 24. apríl kl. 18:00 – 18:40, í stofu 1. bekkjar – á neðri hæð skólans – inngangur fjærst bílastæðum.
Þar verður m.a. kynnt stundaskrá vorskólans og foreldrar fá í hendur spurningalista sem þeir eru beðnir að skila til kennara meðan börnin eru í vorskólanum.
Þeir sem komast ekki á fundinn eða vilja koma ábendingum á framfæri, vinsamlega látið mig vita með því að senda tölvupóst á netfangið julia@grunnborg.is