Töfrabrögð í nýja salnum

Ritstjórn Fréttir

Í dag bauð töframaðurinn Einar Mikael nemendum á yngsta- og miðstigi skólans á sýningu. Þar sýndi hann listir sínar og  endaði á því að kenna öllum viðstöddum spilagaldur þar sem spil svífur. Með því tóku nemendur þátt í að setja Íslandsmet sem felst í því að fá sem flesta til að framkvæma eitt töfrabragð á sama tíma. Nú hafa 1800 nemendur víðs vegar um landið tekið þátt í að setja þetta met. Sýningin var einstaklega vel heppnuð og vakti undrun og hrifningu viðstaddra.

Þessi viðburður var sá fyrsti sem fer fram í nýjum sal skólans.