Samkomulag hefur tekist um að Tónlistarskóli Borgarfjarðar muni sjá um tónmenntakennslu í 1. – 4. bekk grunnskólans skólaárið 2017 – 2018. Um er að ræða eina kennslustund á viku í hverjum bekk. Birna Þorsteinsdóttir, Jónína Erna Arnardóttir, Zsuzsanna Budai og Þóra Sif Svansdóttir kennarar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar munu ásamt Theodóru Þorsteinsdóttur skólastjóra annast kennsluna. Kennt verður í húsakynnum tónlistarskólans við Borgarbraut. Sérstök áhersla verður lögð á söng, hljóðfærakynningar, söng með leikjum og vinnu með takt.
Mikil ánægja og eftirvænting liggur í loftinu vegna þessa fyrirkomulags en tónmenntakennsla lá niðri síðastliðið skólaár.