Umhverfisdagar

Ritstjórn Fréttir

Dagana 8. – 10. maí mun skólastarfið snúast um umhverfið að miklu leyti. Meðal viðfangsefna verða útivist og útikennsla, fræðsla og tenging við Grænfánaverkefnið sem snýr að úrgangi þetta sinn.

Þann 10. maí munu nemendur taka til hendinni og hreinsa nánasta umhverfi skólans eins og þeir hafa reyndar gert undanfarin ár. Sama dag koma fulltrúar frá Landvernd í skólann og flytja fyrirlestra um úrgang.

Á umhverfisdögunum ætla nemendur á unglingastigi að fegra og prýða Bjössaróló í samstarfi við Borgarbyggð. Ólafur Axelsson smiður verður þeim til halds og trausts í því verkefni.