Umhverfisdekur

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í miðstigsvalinu umhverfisdekur hafa ekki setið auðum höndum síðustu vikur. Þeir hafa unnið ýmis verkleg verkefni tengd grænfánanum þar sem nemendur hafa m.a. búið til baðbombur, kaffiskrúbb, ýmsa varaskrúbba, handsápur og kerti bæði úr paraffín vaxi og soja vaxi. Þar sem bæði voru notaðir kerta afgangar og nýtt vax til að steypa kerti. Nemendur lærðu sömuleiðis um mikilvægi þess að hugsa vel um stærsta líffæri líkamans, húðina. Þar sem þeir unnu verkleg verkefnt sem fól í sér að þrífa andlit með húðmjólk og andlitsvatni. Nemendur kynntust helstu umhverfisvottunum sem notaðar eru hérlendis og unnu verkefni þeim tengdum ásamt umræðuverkefni um matarsóun.