Umhverfisnefnd flokkar óskilamuni

Ritstjórn Fréttir

Umhverfisnefnd skólans er skipuð einum aðalmanni og einum varamanni úr hverjum árgangi auk fulltrúa starfsfólks, kennara og foreldra.

Umhverfisstefna skólans byggir á Aðalnámsskrá Grunnskóla 2013 og Skólastefnu Borgarbyggðar 2016 – 2017. Hún tekur til allrar starfsemi skólans og er ætluð til hvatningar fyrir starfsmenn og nemendur grunnskólans í öllu því sem snýr að umhverfismálum. Umhverfissáttmáli skólans er hluti af umhverfisstefnu skólans.

Fulltrúar úr umhverfisnefnd tóku saman í morgun og flokkuðu óskilamuni sem safnast hafa upp í skólanum að undanförnu. Hér er aðallega um að ræða klæðnað. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að athuga hvort þeir kannist við eitthvað af þessum klæðnaði sem verður til sýnis á miðvikudaginn samhliða foreldraviðtölum. Óskilamunirnir verða vigtaðir í dag og síðan aftur í lok miðvikudags. Þá verður fróðlegt að sjá hversu mikið magn hefur gengið út. Það sem eftir verður fer í endurvinnslu.