Undirbúningur árshátíðar

Ritstjórn Fréttir

Undirbúningur árshátíðar stendur nú yfir í skólanum. Að þessu sinni verður Disney þema; unglingastigið setur upp söngleikinn Konung ljónanna og sér auk þess um búninga, leikmynd, förðun o.s.frv. Yngri árgangar byggja atriði sín á öðrum verkum úr smiðju Disney og stunda æfingar af kappi. Sýningar verða í Hjálmakletti miðvikudaginn 6. apríl sem er mikið gleðiefni þar sem hefðbundin árshátíð hefur fallið niður undanfarin tvö ár vegna covid faraldursins.