Undirbúningur fyrir árshátíð

Ritstjórn Fréttir

Undirbúningur fyrir árshátíðina stendur nú yfir af fullum krafti í skólanum. Þemað í ár er samvinna og því gefur auga leið að mikil samvinna allra á sér stað við undirbúninginn. Minni og stærri hópar sjást um allan skólann niðursokknir við undirbúning og æfingar fjölbreyttra atriða; dans, söng, leik og fleira. Sköpunarkrafturinn nýtur sín svo sannarlega og flestir taka þessari tilbreytingu frá hefðbundnu skólastarfi fagnandi.
Árshátíðin verður svo í Hjálmakletti fimmtudaginn 6. apríl. Að venju verða tvær sýningar; sú fyrri hefst klukkan 16.30 og sú síðari klukkan 18.30. Allir eru velkomnir.