Undirbúningur vetrarstarfsins er hafinn

Ritstjórn Fréttir

Skrifstofa skólans hefur verið opnuð að afloknu sumarleyfi. Afgreiðslutími er frá 8.00 – 16.00. Kennarar sækja endurmenntunarnámskeið dagana 10., 11. og 14. ágúst og hefja svo störf í skólanum þann 15. Aðrir starfsmenn mæta aftur til vinnu 18. ágúst. Skólinn verður settur þriðjudaginn 22. ágúst og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá daginn eftir.