Í morgun var Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson sýnt í Hjálmakletti. Verkið, sem er er skrifað sérstaklega fyrir Þjóðleikhúsið, verður í vetur sýnt á hátt í 20 stöðum á landsbyggðinni fyrir nemendur elstu bekkja grunnskóla. Björn Ingi Hilmarsson leikstýrir verkinu. Persónur verksins eru tvær, Konráð og Sirrý, en með hlutverk þeirra fara Þórey Birgisdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson.
Verkið er æsileg hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveituna Youtube. Sýningunni var vel tekið, jafnt af nemendum sem kennurum. Þjóðleikhúsinu eru færðar bestu þakkir fyrir þessa athyglisverðu sýningu.