Öskudagurinn á átján bræður

Ritstjórn Fréttir

Öskudaginn marka má,
mundu hverju viðrar þá.
Fróðir vita að hann á
átján bræður líka að sjá.

Á öskudaginn mæta margir nemendur og kennarar í búningum og furðufötum ýmiss konar og bregða á leik í tilefni dagsins. 3 öskudagsdansleikir verða í Óðali. Þeir hefjast kl. 14 fyrir yngsta stig, 15.30 fyrir miðstig og 19 fyrir unglingastig. Svo má búast við að ýmsar furðuverur berji að dyrum hjá íbúum Borgarness í góða veðrinu í dag. Meðfylgjandi myndir sýna Harry Potter sem leit við á bókasafninu og leðurblöku, risaeðlu og kengúru skófla hakki og spaghettíi á diskana sína í mötuneyti starfsmanna.