Upptökur fyrir jólaútvarp hafnar

Ritstjórn Fréttir

Nú í vikunni fara fram upptökur á þáttum 1. – 7. bekkja fyrir jólaútvarpið. Þáttagerðarfólkið unga hefur, undir leiðsögn kennara, unnið hörðum höndum að vinnslu útvarpsefnis að undanförnu. Sama máli gegnir um nemendur í unglingadeild en að vanda verða þættir þeirra sendir út í beinni útsendingu. Dagskrá jólaútvarpsins hefst þann 10. desember næstkomandi og stendur í viku. Útvarpsstjóri er Emma Sól Andersdóttir formaður nemendaráðs.