Úrslit og verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi voru sl laugardag í FVA og okkar krakkar stóðu sig heldur betur vel og áttum við hvorki fleiri né færri en 11 krakka af 33 í topp 10 í 8., 9., og 10. bekk og 3 nemendur í topp 3. Norðuál veitti peningaverðlaun fyrir efstu 3 í hverjum árgangi.
Í 8.bekk var Andri Ólafur Jónsson í 2.sæti og Rebekka Rán Bogadóttir í 3.sæti. Adam Drózdz í 4.sæti, Halldór Bjarni Steinunnarson í 5-6. sæti og Embla Rut Ottósdóttir í 9.sæti Í 9.bekk var Benjamín Hlynsson í 3.sæti, Natalía Stankiewicz í 6-7.sæti, Elín Ásta Sigurðardóttir í 8.sæti og Hugrún Hekla Halldórsdóttir í 10.sæti
Í 10.bekk var Egill Breki Eðvarsson í 4.sæti og Ísak Einarsson í 9.sæti. Innilega til lukku með glæsilegan árangur kæru nemendur, GB er mjög stoltur af árangri ykkar. Meðfylgjandi myndir af verðlaunaafhendingunni.