Vegna kórónaveirufaraldurs

Ritstjórn Fréttir

Því miður bjóða aðstæður í samfélaginu ekki upp á heimsóknir í skólann sem stendur. Starfsfólk er hvatt til að viðhafa og efla persónulegar sóttvarnir og muna handþvott og spritt og leiðbeina nemendum á þann veg. Gestakomur eru ekki leyfðar og foreldrar ættu hvorki að sækja börn sín inn í skólann né Frístund. Ef nauðsynlegt er að foreldrar eða aðrir gestir komi inn í skólahúsnæðið eru þeir vinsamlegast beðnir um að nota grímur.