Vetrarfrí, skipulagsdagur og foreldraviðtöl

Ritstjórn Fréttir

Vetrarfrí verður mánudaginn  21. og þriðjudaginn 22. febrúar. Miðvikudagurinn 23. er skipulagsdagur og þá fellur kennsla niður. Foreldraviðtöl verða fimmtudaginn 24. febrúar. Mikið af fatnaði og íþróttadóti er í óskilum og verður því komið fyrir við sviðið í salnum.  Foreldrar og forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að skoða óskilamunina og taka með sér það sem þeir kannast við. Að vanda verður boðið upp á kakó og vöfflur með rjóma í salnum.