Vinaball í Óðali

Ritstjórn Fréttir

Vinaball verður í Óðali föstudagskvöldið 2. mars. Nemendur mega taka með sér 1 – 2 vini. Þeir þurfa að vera úr 8. – 10. bekk. Foreldrar skrifa undir leyfið og því þarf að skila fyrir ballið. Leyfisbréfið má nálgast í Óðali eða á facebook síðu Óðals. Tæknimenn Óðals sjá um tónlistina. Allir eru hvattir til að mæta í hvítum bolum og það verður rave málning á staðnum fyrir þá sem vilja.
Nemendur og gestir sem búa utan Borgarness geta tekið rútu heim eftir ballið. Þeir sem ætla að nýta sér þann möguleika þurfa að skrá sig fyrir 1. mars.