Vinahjarta

Ritstjórn Fréttir

Nemendur skólans vita að góður vinur er gulli betri og leggja því kapp á að rækta vináttu og kærleika með ýmsu móti. Á dögunum máluðu nemendur 4. bekkjar stórt vinahjarta á stéttina við skólann. Ef einhver er einmana eða vantar vin getur hann stigið á hjartað og þá kemur skólafélagi og býður honum að vera með í leik. Einfalt og fallegt!