Vor í 5. bekk

Ritstjórn Fréttir

Í maímánuði hefur að vanda verið nóg að gera hjá nemendum og hefur skólastarfið einkennst af mikilli útiveru. 5. bekkur fór í göngu- og ísferð um Borgarnes, fjöruferð og vann ýmis hópverkefni úti undir berum himni. Fimmtubekkingar tíndu líka á vordögum rusl á skólalóðinni, í Skallagrímsgarði og í nágrenni íþróttamiðstöðvarinnar. Mikill dugnaður einkenndi hópinn í því verkefni og gengu krakkarnir vasklega til verks.

Þann 17. maí fór bekkurinn í menningar- og skemmtiferð til Reykjavíkur. Dagurinn byrjaði á Landnáms- og Hofstaðasýningu í Þjóðminjasafninu, því næst var haldið í Perluna á náttúru-, vatns- og norðurljósasýningu. Loks var farið á skautasvellið í Egilshöll. Ferðin tókst einstaklega vel og að sögn umsjónarkennara árgangsins Helgu Harðardóttur  og Bjarna Bachmann voru krakkarnir sjálfum sér og skólanum til sóma.