Vorskóli

Ritstjórn Fréttir

Það er sannkallaður vorboði hér í grunnskólanum þegar elstu leikskólabörnin koma í vorskólann. Það var líf og fjör dagana 25. – 27. apríl þar sem 28 snjallir nemendur mættu í skólann með leikskólakennurum sínum og fengu að kynnst skólastarfinu og verðandi kennurum. Birgitta Mjöll Eyþórsdóttir, Hólmfríður Ólafsdóttir og Sigríður Hrund Hálfdánardóttir önnuðust kennslu leikskólabarnanna í vorskólanum.