Brúarsmíði

Ritstjórn Fréttir

Meðal verkefna sem voru til sýnis á opnum degi var brúarsmíði 8. bekkjar. Nemendur spreyttu sig á brúarsmíði á haustönn undir leiðsögn Önnu Sigríðar Guðbrandsdóttur myndmenntakennara. Í upphafi fengu þeir kynningu á brúm og tilurð þeirra víðsvegar um heiminn. Markmið verkefnisins voru m.a. að þróa og kynnast mismunandi aðferðum við sköpun og að prófa sig áfram við notkun fjölbreyttra miðla; …

Fjölmenni á opnum degi

Ritstjórn Fréttir

Fjölmenni sótti skólann heim á opnum degi þann 11. maí sl. Nemendur og kennarar sýndu skólann og kynntu starfið sem þar fer fram. Foreldrar og aðrir velunnarar hlýddu líka á söng 1. bekkjar við undirleik Önnu Sólrúnar tónmenntakennara og gæddu sér á gómsætum veitingum í kaffihúsi 9. bekkjar. Fjölbreyttur varningur sem framleiddur var í nýsköpunarverkefni 9. bekkjar vakti mikla athygli …

Samsöngur á vordögum

Ritstjórn Fréttir

Efnt var til samsöngs í sal skólans í tilefni af vordögum. Nemendur yngsta stigs annars vegar og miðstigs hins vegar komu saman á sal ásamt kennurum sínum og sungu nokkur lög við undirleik Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur tónmenntakennara. Svo vel tókst til að hugmyndir eru nú uppi um að gera samsöng að reglulegum lið í skólastarfinu. Upptökur frá samsöngnum má finna …

Opið hús 11. maí

Ritstjórn Fréttir

Opið hús verður í skólanum miðvikudaginn 11. maí næstkomandi frá klukkan 10.00 – 14.00. Foreldrar og aðrir velunnarar skólans eru boðnir velkomnir til að skoða skólann og kynna sér starfið.  9. bekkur mun opna kaffihús og bjóða ljúffengar veitingar til sölu. Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.

Birta Rún og Einar Jósef í Frímó

Ritstjórn Fréttir

Þau Birta Rún Guðrúnardóttir og Einar Jósef Flosason tóku á dögunum þátt í spurningakeppninni Frímó í KrakkaRÚV. Þau voru rækilega studd af nokkrum bekkjarsystkinum sínum úr 4. bekk sem fengu að fylgjast með keppninni ásamt yngri systur Einars. Skemmst er frá því að segja að bæði liðin stóðu sig með prýði en þau Birta og Einar fóru með sigur af …

Bál tímans – list fyrir alla

Ritstjórn Fréttir

Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur og Eva María Jónsdóttir starfsmaður Árnastofnunar hittu nemendur 4. – 7. bekkja í dag. Markmið heimsóknar þeirra var að kynna skinnhandritin okkar gömlu fyrir nemendum. Þær ræddu um efni handritanna og gerð þeirra, hverjir skrifuðu þau, hvernig þau varðveittust og hvaða þýðingu þau hafa í samtímanum. Arndís las úr bók sinni Bál tímans sem er söguleg skáldsaga …

Fjölsótt árshátíð

Ritstjórn Fréttir

Fjölmennt var á árshátíð grunnskólans sem fram fór miðvikudaginn 6. apríl sl. Talið er að rúmlega 400 manns hafi sótt sýningarnar tvær. Auk þess komu nær allir nemendur grunnskólans að sýningunum með einum eða öðrum hætti. Það var stórkostlegt að sjá hversu vel unga fólkið skilaði sínu þrátt fyrir mikil skakkaföll og óvæntar uppákomur. Helst voru það mikil veikindi meðal …

Unnu til verðlauna í teiknisamkeppni MS

Ritstjórn Fréttir

Þrjár stúlkur í 4. bekk, þær Aleta Von Mýrdal Ríkharðsdóttir, Eyja Dröfn Svölu Pétursdóttir og Svandís Svava Halldórsdóttir,  unnu til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Teiknisamkeppnin er fyrir 4. bekkinga og er haldin í tengslum við alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í vali á verðlaunamyndunum og þótti honum mikið til myndanna koma og átti vart …

Árshátíðin verður 6. apríl

Ritstjórn Fréttir

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi verður haldin miðvikudaginn 6. apríl næstkomandi. Boðið verður upp á tvær sýningar í Hjálmakletti. Efnið í ár er sótt í smiðju Disney og verður túlkað á fjölbreytilegan hátt af öllum nemendum skólans.

Undirbúningur árshátíðar

Ritstjórn Fréttir

Undirbúningur árshátíðar stendur nú yfir í skólanum. Að þessu sinni verður Disney þema; unglingastigið setur upp söngleikinn Konung ljónanna og sér auk þess um búninga, leikmynd, förðun o.s.frv. Yngri árgangar byggja atriði sín á öðrum verkum úr smiðju Disney og stunda æfingar af kappi. Sýningar verða í Hjálmakletti miðvikudaginn 6. apríl sem er mikið gleðiefni þar sem hefðbundin árshátíð hefur …