Smiðjuhelgi

Ritstjórn Fréttir

Smiðjuhelgi Grunnskólans í Borgarnesi fór fram dagana 30.sept – 1.okt. Á Smiðjuhelgum er valgreinum í unglingadeild mætt með öðrum hætti en almennt tíðkast og hafa nemendur tækifæri á að hafa meira um valið að segja og koma með óskir um námskeið. Unnið er útfrá hugmyndum nemenda og nú í ár var boðið upp á sex námskeið sem nemendur höfðu val …

Má bjóða þér Sirkus?

Ritstjórn Fréttir

Íslenski sirkusinn Hringleikur og tékkneski sirkusinn Circus Trochu Inak fengu styrk frá nokkrum Evrópulöndum fyrir verkefni sem komið var með í skólann í vikunni. Hóparnir hafa verið virkir bæði í fjölskyldusýningum og æskulýðsstarfi um áraraðir. Markmiðið er að kynna sirkuslist þar sem fólk á ekki greiðan aðgang að henni og að ungt fólk fái hugmyndir um að það er hægt …

Osmo og Sphero bolt

Ritstjórn Fréttir

Í vali á miðstigi er nemendum boðið upp á að kynnast möguleikum Osmo undir styrki hönd Jóhönnu M. kennara. Í valinu er unnið með áþreyfanlega hluti sem hefur áhrif á það sem gerist á skjánum. M.a. er hægt að púsla saman myndum úr formum, vinna með stafi, tölur og orð, þjálfa rökhugsun og fínhreyfingar, þjálfast í forritun. Osmo leikirnir efla …

Gróðursetning

Ritstjórn Fréttir

Nemendur úr 4. og 9. bekk gróðursettu tré síðastliðinn föstudag og er verkefnið unnið í samráði og samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Grunnskólinn í Borgarnesi hefur gróðursett tré á vegum Yrkjusjóðsins allt frá árinu 1992. Fyrstu árin var gróðursett í skógræktargirðingu í landi Borgar en árið 2014 var 10.000 (tíuþúsundasta) tréð gróðursett. Það kom að því að svæðið í landi Borgar …

Val á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Á miðstigi er boðið upp á hjólaval á fimmtudögum. Nemendur koma með sín eigin hjól í skólann. Fjóla Veronika, umsjónakennari 5.bekks, er kennari í hjólavalsins. Nemendur hafa náð góðum tökum á jafnvægisæfingum ásamt því að hjóla um Borgarnes. Mikill áhugi er á hjólreiðum hjá krökkunum og eru þau sjálf að koma með hugmyndir að æfingum. Þau eru m.a. að æfa …

Nýsköpun

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 9.bekk eru ekki í hefðbundnum list- og verkgreinum heldur eru þau í nýsköpun. Þau fengu það skemmtilega verkefni nú á dögunum að útbúa umbúðir til að verja vatnsblöðru fulla af vatni svo hún myndi ekki springa þegar hún fellur til jarðar. Skemmtilegt verkefni sem reynir á samvinnu, samskipti, frjóa og gagnrýna hugsun.

Miðstigsleikar

Ritstjórn Fréttir

Hið árlega frjálsíþróttamót nokkurra skóla á Vesturlandi, miðstigsleikarnir, fóru fram á íþróttavellinum í Borgarnesi þann 1. september. Miðstigsleikarnir eru frjálsíþróttamót nemenda í 5., 6. og 7. bekk. Þátttakendur koma úr samstarfsskólum á Vesturlandi; í þetta skipti mættu til leiks nemendur úr Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Auðarskóla, Heiðarskóla og Reykhólaskóla. Hanna Sigríður Kjartansdóttir og Sigrún Ögn Sigurðardóttir íþóttakennarar sjá um …

Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur í íþróttahúsinu þann 22.ágúst kl. 10:00. Að lokinni skólasetningu fara nemendur í skólann ásamt umsjónarkennurum sínum. Skólaakstur verður bæði innanbæjar og úr dreifbýli. Við viljum biðja þá sem ekki ætla að nýta sér akstur úr sveitinni að láta vita í sína bíla. Áætlað er að innanbæjarskólabíll fari úr Sandvík kl. 9:40. Bílar flytja nemendur heim …

Brautskráning nemenda

Ritstjórn Fréttir

45  nemendur voru brautskráðir frá Grunnskólanum í Borgarnesi þann 3. júní við hátíðlega athöfn í  Hjálmakletti. Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri stýrði athöfninni og brautskráði nemendur ásamt Kristínu Maríu Valgarðsdóttur deildarstjóra. Hafdís Brynja Guðmundsdóttir flutti ávarp fyrir hönd foreldra, Valborg Elva Bragadóttir fyrir hönd nemenda og umsjónarkennarar 10. bekkjar Amelía Christine Gunnarsdóttir og Haraldur Már Stefánsson töluðu af hálfu kennara. Dagbjört Rós …

Skólaslit og ný stjórn nemendafélags

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólanum í Borgarnesi var slitið í dag. Að venju var fyrst farið í ýmsa útileiki og allir fengu grillaðar pylsur og Svala. Þá var safnast saman fyrir framan sviðið í Skallagrímsgarði og bekkirnir stilltu sér upp hver í sínu lagi. Elín Ásta Sigurðardóttir, nemandi í 9. bekk, söng einsöng. Kristín María Valgarðsdóttir, deildarstjóri, greindi frá úrslitum í kjöri nýrrar stjórnar …